Vinnuskóli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vinnuskóli eða unglingavinna er sumarvinna sem sveitarfélög á Íslandi bjóða upp á fyrir nemendur í áttunda, níunda og tíunda bekk ásamt fyrstu árum framhaldsskóla. Unglingum er skipt niður í hópa og flokkstjóri stýrir starfi hópsins. Algengast er að vinnan hefjist stuttu eftir að skólaárið klárast og er fram í lok júlí. Flest verkefni tengjast garðvinnu en stundum er hópunum falið önnur verkefni.