Fara í innihald

William Gibson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
William Gibson árið 2008.

William Gibson (f. 17. mars 1948) er bandarískur furðusagnahöfundur sem er almennt talinn upphafsmaður undirgreinar vísindaskáldsögunnar sem nefnist sæberpönk. Snemma á 9. áratugnum birtust fyrstu smásögurnar hans sem voru dystópískar sögur um nálæga framtíð í film noir-stíl. Margar af þessum sögum komu út 1986 í smásagnasafninu Burning Chrome. Árið 1984 kom þekktasta skáldsaga hans, Neuromancer, út. Hún varð fyrsta vísindaskáldsagan sem vann öll þrjú þekktustu verðlaunin sem veitt eru fyrir slíkar bókmenntir; Nebula-verðlaunin, Hugo-verðlaunin og Philip K. Dick-verðlaunin. Í kjölfarið fylgdu tvær skáldsögur úr sama söguheimi, Count Zero (1986) og Mona Lisa Overdrive (1988). Árið 1990 kom út gufupönksagan The Difference Engine og síðan nýr þríleikur sem gerist í nálægri framtíð, Virtual Light (1993), Idoru (1996) og All Tomorrow's Parties (1999). Eftir 2000 hafa komið út nokkrar efsögur sem gerast í hliðstæðusamtíð okkar eigin samtíðar.

Margoft hefur verið reynt að gera kvikmyndir eftir sögum Gibsons en aldrei orðið af því. Johnny Mnemonic frá 1995 er lauslega byggð á fyrsta þríleiknum og New Rose Hotel frá 1998 er byggð á samnefndri smásögu eftir Gibson sem gerist í sama söguheimi.

  Þessi menningargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.